149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

40 stunda vinnuvika.

181. mál
[17:37]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Ég vil taka undir með hv. þingmanni varðandi það að ríkið þurfi að stíga inn í á svo mörgum sviðum þegar kemur að því að lenda samningum á vinnumarkaði í dag. Ég held að það sé alveg kristaltært fyrir öllum. Þetta er eitt af því sem verkalýðsfélögin eru að skoða. Ég trúi ekki öðru en að þegar upplýsingar og kröfur frá verkalýðsfélögunum koma fram og svo það sem kemur fram í samtali þeirra við aðila vinnumarkaðarins getum við á Alþingi farið að búa í haginn varðandi þetta í ljósi upplýsinganna, eins og þær koma inn í nefndina. Ég trúi ekki öðru en að hv. þingmenn geri þetta bara vel.