149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[21:21]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurningarnar. Ég sé ekkert athugavert við það að bændur hafi með sér samtök. Ég sé ekkert athugavert við að þeir myndi með sér samlög. Það sem ég er að tala um er að þeir eru með samtök sem hafa sérstöðu að lögum. Við erum með lög um þessi tilteknu samtök og hlutverk þeirra. Bústólpar eru víða. Menn sem reka alls kyns fyrirtæki eru bústólpar í sínu héraði. Eigum við að búa til samtök bústólpa sem gera samning við ríkið um að halda litlum sjávarþorpum í byggð, eiga samtök útgerðarmanna að gera samning við ríkið um að afsetja fiskinn þeirra? Ég spyr.