149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[21:23]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir góðar spurningar. Ég sé ekkert samhengi á milli þeirra forsendna sem hún gefur sér og þessara afleiðinga. Ég sé ekki að vistspor landbúnaðarframleiðslu breytist þó að bændur séu ekki bundnir saman að lögum í Bændasamtökunum. Ég sé ekki að samkeppni í landbúnaði hafi þau áhrif hér að matvælaöryggi þjóðarinnar sé stofnað í hættu. Ég verð eiginlega að segja að mér finnst hv. þingmaður hafa furðu litla trú á bændum ef hún heldur að þeir muni leggja upp laupana og hætta. Ég bara skil það ekki. Ég hef fulla trú á bændum, að þeir muni spjara sig og framleiða góð matvæli. Ég hef ekki nokkrar einustu áhyggjur af því.