149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[21:26]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Já, það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu sem þingmaðurinn nefnir. Þá vil ég nefna á móti að það er stórt og mikið fyrirtæki sem safnar saman mjólkinni sem er í eigu bænda. Það er núna með 95% markaðshlutdeild. Ég reikna með því að eigendur þess fyrirtækis sjái til þess að sækja mjólk til þessara bænda. (LRM: Á sama verði?)Þess vegna. Eru það ekki bændur sem reka þetta fyrirtæki? Ég skil þetta ekki alveg.