149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[21:30]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður talaði um að ákvörðun um verð á matvælum væri notuð sem innlegg inn í tal um byggðastefnu. Við erum að tala um byggðastefnu, mikilvægi landbúnaðar um allt land og fjölþætt hlutverk bænda. Þeir koma að uppgræðslu lands. Þeir eru vörslumenn landsins. Þeir halda sveitunum í byggð og það styður við ferðaþjónustu og svo margt annað. Við skulum ekki rugla því algjörlega saman. Þetta er hryggjarstykkið í byggðunum um allt land. Hvers virði er það?

Í frumvarpinu stendur að beinir styrkir stuðli að aukinni nýsköpun og betri nýtingu lands og gæða, styrkir til bænda eigi að stuðla að slíkum verkefnum í búvörusamningnum.

Ef við erum með samning sem við vinnum eftir er þá ekki óábyrgt að fara fram hjá samráðshópi um búvörulög og fara í stórar breytingar? (Forseti hringir.) Við erum búin að ná niðurstöðu. Við vinnum út frá henni og endurskoðun er farin af stað.