149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[21:31]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég tek heils hugar undir með hv. þingmanni þegar hún lýsir margþættu hlutverki sem bændur gegna við rekstur búa sinna. Ég efast ekkert um það. Það sem ég sagði varðandi verð á matvælum var að ég held að það sé ekki góð uppskrift að farsælli byggðastefnu að hryggjarstykkið í henni felist í því að kaupa matvæli eða styðja við matvælaframleiðslu á þeim svæðum. Ég held að það sé óhentugt. Ég held að alveg sé hægt að ná að mörgu leyti sama, og ég myndi jafnvel vilja fullyrða betri, árangri með því að styðja við bændur í sveitum landsins með öðrum hætti en þeim sem við höfum lagt mikla (Forseti hringir.) áherslu á án sýnilegs, verulegs árangurs.