149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

siðferði í stjórnmálum.

[15:09]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég er sammála því að það þarf að taka á kerfislægum vanda en tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið. Er þá lærdómurinn sem almenningur á að sitja uppi með og draga af þessu máli að siðferðislegar reglur gildi ekki fyrir alla í samfélaginu, heldur einungis það sjálft. Ég hlýt að endurtaka spurninguna: Er núverandi fjármálaráðherra heppilegastur til að leiða þessa vinnu? Er líklegt að forsvar hans muni auka traust á stjórnmálum og traust á þeirri vinnu sem nú fer fram?

Mitt svar er afdráttarlaust nei. Það er vel hægt að hugsa sér þennan ágæta einstakling í ýmsu öðru. Það var enginn að tala um að hann þyrfti endilega að hætta í stjórnmálum. En að gera hann að fjármálaráðherra og láta hann fara með þennan málaflokk finnst mér út í hött.