149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

siðferði í stjórnmálum.

[15:10]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Hv. þingmaður spyr hvort hæstv. fjármálaráðherra sé heppilegasti fjármálaráðherrann sem er í boði, sérstaklega út frá reglum og lögum sem er ætlað að taka á skattundanskotum og skattaskjólum. Hlýt ég þá ekki spyrja hv. þingmann á móti: Verðum við ekki að líta til þeirra verka sem unnin hafa verið og þeirrar vinnu sem er í gangi?

Það liggur algerlega (Gripið fram í.) fyrir hver stefna ríkisstjórnarinnar er í þessum málum. Það liggur fyrir að við á Alþingi samþykktum úrbætur í þessum málum á síðasta þingi. Það liggur fyrir að á þingmálaskrá þessa sama hæstv. fjármálaráðherra er frumvarp sem kemur fram núna í nóvember, ef tímaáætlun stenst, þar sem m.a. koma fram töluvert hertar reglur þegar kemur að því að taka á aflandsfélögum á lágskattasvæðum. Eigum við ekki að horfa á þann árangur? Ég treysti hæstv. fjármálaráðherra mjög vel til þeirra verka.