149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

lífrænn landbúnaður og ylrækt.

269. mál
[17:32]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir góðar fyrirspurnir. Það er kannski einn vinkill sem mig langar til að koma inn á þegar við tölum um lífrænan landbúnað. Það sem við köllum hefðbundinn landbúnað í dag er í raun allt af sama meiði, við höfum kannski notað tilbúin efni í korter af öllum þeim tíma sem við höfum yrkt jörðina. Við eigum fullt af tækifærum hér á landi. Það er ekki langt fyrir okkur að fara til baka og auka enn á hreinleikann sem er mikill, afurðirnar eru hreinar og góðar hér á landi.

Ég hvet ráðherra til að vinna áfram að þessu máli og styrkja það. Ég hlakka til að sjá matvælastefnuna sem mun koma fram og hann hefur boðað í lok næsta árs, af því að það eru forréttindi fyrir okkur hér á landi að búa við það að eiga heilnæmar landbúnaðarafurðir.