149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

lífrænn landbúnaður og ylrækt.

269. mál
[17:34]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Sá sem hér stendur hefur í allmörg ár talað fyrir því að ívilnanir til garðyrkjubænda í raforkuverði verði auknar og þess er að finna stað í stjórnarsáttmálanum sem er vel.

Það sem mig langar hins vegar líka að nefna er að innflutningur á grænmeti eða ávöxtum eða hvað það er, sem kallað er lífrænt á Íslandi og er að 80–90% hluta til vatn, flutt inn með tilheyrandi sótspori, getur tæplega talist gott innlegg í það að auka við lífræna ræktun í heiminum. Við ættum miklu frekar að efla innlenda framleiðslu með þessum hætti og vinna þannig að því að minnka vistspor, ekki bara innlendrar ræktunar, heldur ræktunar á heimsvísu.