149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

280. mál
[14:08]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það segir í greinargerð að markmið þessarar skýrslubeiðni sé að draga saman á einn stað upplýsingar um aðskiljanlega þætti, með leyfi forseta, sem eru forsenda þess að unnt sé að vanda til undirbúnings að afnámi sérstöðu þjóðkirkjunnar í samanburði við önnur skráð trú- og lífsskoðunarfélög.

Þá segir, með leyfi forseta:

„Markmið beiðanda er ekki að vinna að því að þjóðkirkjan verði lögð niður eða að grafa undan sögulegri og menningarlegri stöðu hennar.“

Fyrir þetta verður auðvitað að þakka en ég ætla að leyfa mér að segja það hér að ég tek ekki undir þau markmið sem hér er lýst. Ég get þess vegna ekki stutt þessa skýrslubeiðni. Ég vil út af fyrir sig ekki leggjast gegn flutningsmönnum hennar með því að að greiða atkvæði gegn henni en ég mun sitja hjá.