149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

280. mál
[14:09]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi póstmódernistatillaga er á margan hátt undarleg og virðist fela í sér ákveðna fordóma eða a.m.k. þekkingarleysi á stöðu kirkjunnar og sambandi kirkjunnar og ríkisins, sögu sem nær meira en 1000 ár aftur í tímann. Það væri eðlilegra að skoða hversu mikið kirkjan hefur fallist á að gefa eftir gagnvart ríkinu á undanförnum árum af því sem hún hefur þó átt lögbundinn rétt á, rétt samkvæmt samningum — hún tók að sér að gefa eftir fleiri milljarða króna sem hefur auðvitað sett svip sinn á starf kirkjunnar og gert þá mikilvægu þjónustu sem hún veitir á margan hátt erfiðari. Ég get því ekki stutt þessa tillögu. En það er hefð fyrir því að menn leggist ekki gegn skýrslubeiðnum. Þar sem ég er ekki póstmódernisti þá ætla ég að halda í þá hefð enn um sinn og greiði ekki atkvæði.