149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

280. mál
[14:12]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í greinargerð með þessari skýrslubeiðni segir að þjóðkirkjan hafi lagalega sérstöðu. Það er rétt. Þannig vill meiri hluti landsmanna hafa það, sambandið við þjóðkirkjuna. Það sást glöggt í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir sex árum þar sem skýr meiri hluti kaus að halda eigi ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá. Ég tel að markmið þessarar skýrslu sé að leggja grundvöll að afnámi lagalegrar sérstöðu þjóðkirkjunnar, sem ég er mótfallinn. Ég get ekki stutt þessa skýrslubeiðni. Og af kurteisisástæðum greiði ég ekki atkvæði.