149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

280. mál
[14:14]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég er meðal þeirra sem eru á þessari skýrslubeiðni. Það er vegna þess að ég tel að okkur vanti meiri upplýsingar um kirkjunnar mál og um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu eins og hún er núna í hlutfalli eða tengslum við stöðu annarra trúfélaga.

Þó svo að einhverjir hér inni virðist vilja túlka það eins og við viljum að gera eitthvað meira með þessari skýrslubeiðni en það sem er samkvæmt orðanna hljóðan í beiðninni, og ætla okkur eitthvað meira þar, er ég fegin því að þeir hv. þingmenn ætli þó alla vega ekki að greiða atkvæði gegn henni og þar með í rauninni gegn því að aðrir þingmenn afli sér upplýsinga innan algerlega skilgreindra marka þess sem svona skýrslubeiðnir fela í sér.

En þetta er ákveðið upphaf að því að fá upplýsingar um málið. (Forseti hringir.) Svo tökum við næsta skref kannski síðar.