149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

162. mál
[15:05]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni framsöguna. Ég er með eina stutta fyrirspurn til hv. þingmanns.

Í II. kafla frumvarpsins er lögð til breyting á lögum um bifreiðagjald með síðari breytingum. Mér leikur forvitni á að vita hvort fornbílar falli þarna undir. Munu þeir nú greiða bifreiðagjald? Ef hv. þingmaður gæti upplýst mig um það.