149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

aðgerðaáætlun í húsnæðismálum.

5. mál
[16:58]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hin spurningin snýr að öllu tæknilegra efni, að 5. lið þingsályktunartillögunnar um einföldun byggingarreglugerðarinnar. Þar er lagt til að breyta byggingarreglugerðinni á Íslandi til samræmis við hin Norðurlöndin þannig að auðveldara verði að smíða einingar þar og flytja til Íslands. Mér þykir það bara hið besta mál. Ég vil hins vegar spyrja í hverju þessar breytingar felist og hvort þær verði nokkuð til þess — ég efast um það, en ég spyr bara til öryggis — að aðgengi skerðist, þ.e. hafi áhrif á aðgengismál í byggingum á Íslandi. Mér þætti gott að heyra svör hv. þingmanns við því.