149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

almenn hegningarlög.

15. mál
[18:18]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta verður stutt. Þegar ég var að ræða fölsunina, þar sem komið er inn á það atriði í frumvarpinu, var ég bara að tala um það eitt og sér en ekki frumvarpið í heild sinni; það leiðir ekki til þess að við þurfum að fresta umræðu um þetta mál til að taka umræðu um stafræna friðhelgi. Ég vildi einungis vekja athygli á því, þar sem verið er að taka á þessu falsaða myndefni í frumvarpinu, að það er bara einn angi af því stóra máli sem er hér til umfjöllunar. Það er gott að heyra að hv. þingmaður hefur einnig skoða þetta varðandi börn undir 18 ára og að það hafi verið hugleitt að þetta taki ekki á þannig efni.