149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum:

Frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 64, um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn, frá Óla Birni Kárasyni.

Frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 263, um þýðingu á íslenskum lögum og reglugerðum, frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.

Frá félags- og jafnréttismálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 272, um verkefni þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Loks frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 279, um losun gróðurhúsalofttegunda, og á þskj. 280, um aðgerðir í loftslagsmálum, báðar frá Ólafi Ísleifssyni.