149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:42]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Mér er það hvorki ljúft né skylt en ég kem hingað upp út af málinu sem hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom upp út af. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja að þetta skuli hafa farið svona. Hefð er fyrir því þegar þingmenn taka mál sem hafa verið flutt áður að þeir fái góðfúslega leyfi eða láta viðkomandi vita að þeir hafi hug á að flytja málið og annaðhvort gera samning um það eða ekki.

Það er alveg á hreinu að 25. október sl. tilkynnti hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson í pontu að hann hygðist flytja þetta mál aftur. Þá voru þeir hv. þingmenn sem ætla að flytja málið núna í salnum þannig að þeim var það algjörlega kunnugt. Ég vil bara segja það sama og síðasti ræðumaður sagði áðan, ég lít á þetta sem hálfgerðan stuld.