149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:45]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég sé í sjálfu sér enga ástæðu til að vera að orðlengja mikið um þetta mál hér, en finnst bara rétt að það komi fram að sú sem hér stendur, og er annar flutningsmaður þess máls sem um ræðir, var erlendis á þeim tíma sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson ræddi það hér í þingsal að hann ætlaði sér að flytja mál af þessu tagi — bara af því að þetta kom fram hér og það var ekki rétt að sú sem hér stendur hafi verið í þingsal. En hins vegar var hér, eins og einnig er komið fram, Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður sem lýsti því yfir að þingflokkur Framsóknarflokksins væri að vinna að slíku máli og get ég staðfest að það hefur verið gert frá því í september. Ég er gríðarlega stolt af því að vera annar flutningsmaður þess máls og finnst í sjálfu sér ekkert þurfa að ræða þetta frekar hér.