149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:51]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Hér hefur orðið einhver misskilningur. Hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir taldi að ég hefði verið að bera sakir á hv. þm. Björn Leví Gunnarsson. Það var ég alls ekki að gera. Ég tilgreindi bara þau ummæli sem hann hefur haft um annan þingmann og liggja fyrir skriflega, m.a. á fésbók hv. þingmanns, þar sem hann þjófkenndi Ásmund, hv. þm. Þórhildur Sunna. Hann lét nefnilega ekki við það sitja að beina erindi til forsætisnefndar Alþingis. Hann tók það sérstaklega fram á opinberum vettvangi að hann hefði ekki þjófkennt, og enginn þingmaður Pírata, hv. þm. Ásmund Friðriksson — fyrr en nú. Ég taldi enga ástæðu fyrir fram til að gera hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni grein fyrir því vegna þess að erindi mitt hér beindist að forseta og forystu þingsins.

Ég sé að hv. þm. Þórhildur Sunna hefur beðið um orðið. Ertu að bera á móti (Forseti hringir.) því að hv. þm. Björn Leví hafi hafið þjófkennt hv. þm. Ásmund (Forseti hringir.) Friðriksson?