149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:56]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegur forseti. Þann 12. júní sl. hét ég forseta því að orðlengja þetta ekki en ég verð því miður að svíkja það. Það er svo freistandi þegar fólk fer að tala um hvernig við getum horfið frá einnota samfélagi og farið yfir í fjölnota. Ég ætla að vitna í sjálfan mig, með leyfi:

„Ég held að framsóknarflokkarnir tveir þurfi að fara í eitthvert sáttamiðlunarferli og gera út um forræði yfir þessum málum sem þeir keppast við að tala fyrir. En ég ætla ekkert að orðlengja það.“

Það er alltaf sárt þegar leiðir skilja. Maður finnur það í þessum sal. Við höfum öll gengið í gegnum missi og ástarsorg og það gliðnar oft á milli vina, en ég mælist til þess að forseti athugi hvort hægt sé að koma á einhverju ferli á milli Framsóknarflokks eitt og tvö til að við, börnin, þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast allt of oft hér í þessum sal.