149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:57]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Hún er orðin svolítið þreytt, hefðin sem virðist vera að myndast meðal Sjálfstæðismanna um að krefjast þess sýknt og heilagt undir liðnum um störf þingsins eða fundarstjórn forseta að forseti víti þingmenn Pírata fyrir eitt eða annað, mig þar með talda og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson. Ég hvet hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að taka sjálfa sig og orð sín alvarlega, fara bara með þetta alla leið og senda erindi til forsætisnefndar, þar sem þetta á heima, og hætta að góla hérna endalaust um að forseti eigi að gera eitt og annað.

Sendið bara inn kæru eins og við gerðum gagnvart hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni.