149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:59]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Megi það verða til þess að stytta þessa umræðu — hún getur svo sem ekki orðið öllu lengri því að flestir hafa talað tvisvar — vill forseti ósköp einfaldlega benda á hið augljósa í tilvikum sem þessum, að þingmál eru tekin til bókunar í þeirri röð sem þau berast og fá númer samkvæmt því. Réttur þingmanna til að leggja fram þingmál og flytja mál er óskertur og hann verður ekki af þeim tekinn. Hitt er ljóst að það er góð venja að láta þess getið í þingmálum ef þau eru að einhverju leyti byggð á eða fylgja fordæmi eldri þingmála og er þá gjarnan fært til bókar í greinargerð slíkra mála að málum af þessu tagi hafi áður verið hreyft. Þetta er hin einfalda nálgun í þessum efnum sem ég myndi telja góða reglu í sambandi við framlagningu og vinnslu þingmála.