149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[16:02]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hingað í tilefni af orðum hæstv. forseta. Ég hef ekki litið þannig á að hér sé um sama málið að ræða. Yfirheiti málsins sem var flutt árið 2017, þá var ég ekki á þingi og þekki það mál í rauninni lítið, var útflutningsskylda á lambakjöt. Það vill hins vegar þannig til að ein greinin í því máli byggir á sömu lagagrein í búvörulögunum og það frumvarp sem ég er flutningsmaður að ásamt Höllu Signýju Kristjánsdóttur. Vegna þess að það byggir á sömu greininni eru þær línur samhljóða. Hins vegar er greinargerðin alls ólík.