149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni.

30. mál
[17:18]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Það er mikilvægt í umræðunni um þessa ágætu þingsályktunartillögu og svo að sjálfsögðu þegar kemur að lagafrumvarpinu síðar á þessu þingi að ræða þetta til hlítar og tryggja fjárhagslegan ramma þessara skóla. Hv. þingmaður nefndi einmitt sveitarfélögin og ríkið en mér finnst líka allt í lagi að horfa til einkaaðila og frumkvöðla sem hafa komið að stofnun svona skóla.

Ég vil líka nefna það hér, og kannski ágætt að fá viðbrögð hv. þingmanns við því, hvort það komi til greina að þessir skólar kenni á ensku eins og ég veit að LungA hefur í einhverjum tilfellum gert og höfði þar af leiðandi til erlendra nemenda. Ég velti því fyrir mér hvort það geti hreinlega verið (Forseti hringir.) „útflutningsgrein“ að vera með lýðháskóla og erlendir nemendur myndu sækja í þá og vera tilbúnir að borga fyrir það að koma í lýðháskóla(Forseti hringir.) hér á Íslandi.