149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni.

30. mál
[17:26]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þetta svar. Já, auðvitað er mjög sniðugt að nýta þau mannvirki sem til eru en ég held að þetta geti alveg gefið færi á því að skoða hvort hér megi útfæra hluti enn frekar. Ég tel að frekar en hitt skorti námstækifæri þegar kemur að fötluðu fólki á Íslandi sem og því að fatlað og ófatlað fólk stundi saman fjölbreytt nám. Ég held að það sé hægt að taka þessa hugmynd enn lengra. Ef við komumst á annað borð að þeirri niðurstöðu að það sé sniðugt að koma þessum lýðháskóla á er þar einhver þráður sem við eigum að skoða enn frekar. Ég held að það sé hægt að fá miklu meira út úr því en einungis einhverja nýtingu á mannvirkjum.