149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni.

30. mál
[17:33]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni svarið. Ég er sammála því að það er mjög mikilvægt að hafa fjölbreytni í lýðháskólastarfinu ef við fáum þrjá ólíka skóla en ég held líka að það skipti máli að það séu fleiri en einn, einfaldlega til að tryggja ákveðin gæði og fagmennsku í starfinu hér á landi. Við vorum lengi vel með einn starfandi lýðháskóla og ég held að það hafi verið mikill veikleiki á þeim tíma að það var bara einn skóli í landinu.

Í LungA-skólanum á Seyðisfirði hefur hátt hlutfall nemanda komið erlendis frá og ég held að það sé gott. Ég held að það sé gott að blanda í þessum skólum.

Mig langaði að beina annarri spurningu til hv. þm. Willums Þórs Þórssonar og hún varðar hugtakanotkunina á lýðháskóla eða lýðskóla. (Forseti hringir.) Í mínum huga er lýðháskóli orð sem á sér langa sögu í íslensku máli og (Forseti hringir.) sem a.m.k. ég hef lengi þekkt. Hefur hv. þingmaður skoðun á þessu?