149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni.

30. mál
[17:34]
Horfa

Flm. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég var bara að reka augun í þessa breytingu á þingmálaskránni og af því að ég er með hana hérna fæ ég að lesa lýsinguna upp, með leyfi forseta:

„Í ljósi þess að heitið „háskóli“ er lögverndað fyrir þær stofnanir sem hafa hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt 3. gr. laga nr. 63/2006, um háskóla, er lagt til að notað verði heitið „lýðskóli“. Frumvarpið fjallar um lagalega stöðu lýðskóla í íslensku skólakerfi, viðurkenningu og ábyrgð á starfsemi þeirra.“

Lengra er ég ekki kominn í að kynna mér þessa breytingu, en í umfjöllun um málið kemur þetta vafalítið allt í ljós.