149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

31. mál
[18:55]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M):

Herra forseti. Ég þakka þeim þingmönnum sem tóku þátt í þessari umræðu þær góðu ræður sem hér hafa verið fluttar og þann góða hug sem þingmenn hafa komið á framfæri í garð þessa frumvarps sem ég vona sannarlega að fái skjóta og góða afgreiðslu á Alþingi þannig að lögin taki gildi 1. desember eins og stefnt er að, á fullveldisafmælinu.

Ég ætla að leiðrétta smávegis sem ég sagði í flutningsræðu minni áðan. Þegar ég óskaði eftir því að vísa málinu til allsherjar- og menntamálanefndar fékk ég ábendingu um það frá þingfundaskrifstofu að málið ætti að fara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Að svo búnu vísa ég málinu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.