149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.

34. mál
[19:44]
Horfa

Flm. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt að þetta er gríðarlega kostnaðarsamt en ekki er búið að gera neina kostnaðaráætlun. Kannski eru til ódýrari leiðir, eins og þingmaðurinn kemur inn á, en það er bara búið að sanna sig að þessi staður er mjög hentugur til flugtaks og lendingar.

Þingmaðurinn minntist á samgönguáætlun. Þessi tillaga var samin áður en nýjasta samgönguáætlunin kom fram, svo að það sé bara sagt. Ég segi enn og aftur að þetta er sett fram til þess að þétta öryggisnet, til þess að geta lent þeim flugvélum sem geta ekki lent annars staðar, sem eru í millilandaflugi.

Talandi um 50 flugvélar þá sé ég það kannski ekki gerast á þessum flugvelli, alla vega ekki eins og hann er í dag. Ég held að fara verði í þá vinnu, ef þessi tillaga nær fram að ganga, sem ég vona svo sannarlega að hún geri.