149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

[10:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Kostnaðurinn af málinu er alger aukastafur í fjárlagasamhenginu en hann leggst bæði á ríkissjóð og sveitarfélög. Væntanlega munu sveitarfélögin fá tækifæri til að veita umsögn um málið vegna þess tekjutaps sem þau verða fyrir. En heildarkostnaður við málið fyrir hið opinbera hleypur á örfáum hundruðum milljóna króna.