149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[12:28]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Af sama meiði. Í töflunni sem fylgir frumvarpinu kemur fram að á árunum 2016 og 2017 hafi tíu og ellefu fyrirtæki rekist upp í þakið. Þá langar mig til að spyrja hvort hæstv. ráðherra hafi það á hraðbergi miðað við það sem lagt er til hvort t.d. þessi tíu, ellefu fyrirtæki myndu hafa sloppið inn undir reglurnar. Hafa menn einhverjar áætlanir um það hversu miklu þetta mun breyta? Munu eitt, tvö fyrirtæki rekast upp í þetta þak eða munum við áfram sjá tíu til ellefu? Ég veit auðvitað að nákvæmar tölur eru mjög erfiðar í þessu. Það fer eftir því hvað fyrirtækin eru að fást við hverju sinni og hverjir sækja um o.s.frv. Var það skoðað eitthvað?