149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

auðlindir og auðlindagjöld.

35. mál
[15:42]
Horfa

Flm. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði bara aðeins að koma hérna upp og þakka hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni fyrir ræðu hans og innlegg inn í þetta mál. Hv. þingmaður er mikill fræðimaður og gott að hlusta á hann.

Ég hjó eftir því að hann talaði um að ekki væri hægt að verðleggja allar auðlindir og það er deginum sannara. Mig langar að benda þingmanninum á það að í mjög vandaðri greinargerð með tillögunni sem ég mælti fyrir um daginn, um auðlindagreiningu, er einmitt farið inn á það að vanda þurfi mjög þá vinnu sem farið verði í til að greina hvað er auðlind og hvað er ekki auðlind og hvaða auðlindir er hægt verðleggja og þá hugsanlega að rukka fyrir. Bara svo það sé sagt, ég vildi benda þingmanninum á þetta. Mig langaði bara að þakka honum fyrir, ég er ekki með neina spurningu heldur langaði mig til að þetta kæmi fram.