149. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2018.

breyting á starfsáætlun.

[15:04]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var gert ráð fyrir að 2. umr. fjárlaga yrði á morgun, þriðjudaginn 13. nóvember. Nú er ljóst að það gengur ekki eftir heldur mun umræðan að öllum líkindum fara fram síðar í vikunni, þ.e. á fimmtudaginn, 15. nóvember, og hefjast kl. 10.30. Í því ljósi lagði forseti til á fundi forsætisnefndar og á fundum með formönnum þingflokkanna í morgun að víkja frá starfsáætlun með því og að breyta morgundeginum í nefndadag þar sem vinna fjárlaganefndar verður í forgangi. Til skoðunar hefur verið að í staðinn kæmi þingfundur á föstudaginn, þann 16. nóvember, og yrði þá fram haldið 2. umr. um fjárlög ef að líkum lætur, en ekki er komin niðurstaða í það mál. Það verður tilkynnt um leið og það liggur endanlega fyrir.