149. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2018.

málefni Hugarafls.

[15:26]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Er þá hæstv. ráðherra að segja að þetta sé alfarið komið í hendurnar á Vinnumálastofnun að ákvarða þetta? Akkúrat núna er samningur við Vinnumálastofnun til 2019, það eru 17 milljónir sem dekka 15 manns í endurhæfingu. Ef það verður einungis þetta fjármagn þýðir það að verið sé að leggja starfsemina niður þannig séð. Þetta er mun meiri starfsemi en svo að þessir peningar frá Vinnumálastofnun dekki það, þetta mun t.d. ekki dekka húsnæði fyrir þau. Það gengur ekki upp. Ég spyr: Er það ekki í stöðunni að ráðherra tryggi að þessi starfsemi hafi húsnæði áfram?