149. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2018.

málefni Hugarafls.

[15:27]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Eins og ég segi er Hugarafl með samning við Vinnumálastofnun upp á 17 millj. kr. Sá samningur er í gildi og hann hefur verið uppfylltur að fullu. Þegar gripið var inn í síðasta sumar voru settar inn aukafjárveitingar til að leysa þessa sex mánuði fram að áramótum. Verið er að skoða hvernig sé hægt að koma inn í þetta og hvaða þörf Hugarafl hefur fyrir fjármagn o.s.frv. Það er hins vegar auðvitað þannig að félagsmálaráðuneytinu og undirstofnunum þess er skorinn ákveðinn stakkur í fjárveitingum. Við verðum að skoða hvað við getum gert innan þeirra fjárheimilda sem við höfum og ekki er komin niðurstaða í það enn þá.