149. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2018.

hjálparhlutir fyrir fatlaða.

[15:34]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir þetta svar. Við hljótum nefnilega að vera sammála um, miðað við alla umræðuna um starfsgetumat og vinnuöryggi, að þetta sé ein af grunnstoðum þess að margir einstaklingar sem eru þetta illa staddir líkamlega geti sótt vinnu. Ég tel að þetta þurfi bara að liggja fyrir sem fyrst vegna þess að þetta er eitt af því sem á auðvitað að ganga frá á undan, að hjálpartæki og annað sé fullkomlega aðgengilegt, áður en við förum að gera kröfu um að einstaklingar geti farið að vinna.

Ég veit að sumir einstaklingar sem eru í þessari aðstöðu geta unnið. Þeir eru mjög færir einstaklingar á mörgum sviðum og við eigum að sjá til þess að þeir fái þessi tæki til að bjarga sér og jafnvel vinna eins og þeir vilja.