149. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2018.

svar við fyrirspurn.

[15:17]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti kannast nú ekki við það en hitt er rétt að það er kannski ekki alltaf öllum ljóst hvernig reiðir af skýrslubeiðnum þegar nýtt löggjafarþing hefur hafið störf. Í einu tilviki a.m.k. ef ekki tveimur frá síðasta þingi hafa ráðherrar upplýst að þó svo að ekki næðist að dreifa skýrslunni á meðan það þing sæti yrði þeirri vinnu engu að síður lokið og skýrslan kláruð og þá liggur fyrir yfirlýsing um það.

Í tilviki skýrslna sem Ríkisendurskoðun vinnur geta þær átt sér annan uppruna en þann að vera þingmál. Þær geta farið sem beiðni í gegnum forsætisnefnd til Ríkisendurskoðunar og að sjálfsögðu hafa þá skil á milli löggjafarþinga engin áhrif á vinnu Ríkisendurskoðunar. Almennt þekki ég engin fordæmi þess að Ríkisendurskoðun ljúki ekki þeim skýrslum sem hún á annað borð tekur til við að vinna.