149. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2018.

kjarabætur til öryrkja.

[15:30]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa ræðu. Mig langar aðeins að staldra við og velta upp einni spurningu þar sem við höfum nú séð að fresta á framkvæmdum við nýjan Landspítala. Gætum við frestað þeim framkvæmdum um nokkra mánuði í viðbót og notað þá fjármuni sem áttu að fara þar inn í það að bæta hag þess hóps sem aðeins hefur strípaðar Tryggingastofnunarbætur?

Ég er bara að tala um þann hóp.

Annað er að mér er sagt að króna á móti krónu skerðing komi ekki heildarendurskoðun kerfisbreytinganna við. Er möguleiki á að fara í þá aðgerð á þessu ári?