149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessa athugasemd um það sem snýr að formi og því þegar við afgreiðum nefndarálit úr nefnd. Ég get alveg tekið undir með hv. þingmanni að þetta þarf að liggja fyrir. Álitið var þó tekið út með þeim fyrirvara að það yrðu textabreytingar. Það er í raun ekkert í þessum kafla um fjölskyldumálin sem ekki er í frumvarpinu, en þegar við tókum álitið úr nefnd láðist að hafa þessa litlu samantekt með sem við töldum rétt að hafa í nefndarálitinu.

Ég tek undir með hv. þingmanni, við eigum í hvívetna að gæta að forminu og hafa formið í lagi við svona stór og mikilvæg mál. Það er ekkert þarna inni, engar tölur sem hafa breyst eða neitt, ég get fullyrt það. Þarna er fyrst og fremst texti og sú viðbót sem kom inn. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni.