149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Ísleifssyni og nefndarmanni í hv. fjárlaganefnd þessa spurningu, sem er tæknilegs eðlis. Þetta eina prósent sem var naglfest í stefnu og áætlun af vergri landsframleiðslu — jú, við verðum að vera 1% í plús. Ég vil alveg endilega fara með hv. þingmanni í þá vinnu á milli umræðna og taka aðra umferð á allt kerfið og sjá hvar heimildir munu ekki nýtast og taka þær af og stilla þetta helst langt yfir 1% ef við komumst upp með það.

Ég þakka hv. þingmanni þessa mjög svo þörfu ábendingu. Við eigum auðvitað alltaf að vinna að þessu.