149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Skynsamleg ráðstöfun? Fyrst vil ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni og samnefndarmanni í hv. fjárlaganefnd fyrir að vekja athygli á þessu. Já, á tekjuhliðinni var þetta útspil. Miðað við verð á tonn í dag eru þetta ábatasöm viðskipti og koma sér vel til að lyfta tekjuhliðinni. Ég held að við verðum að ræða þetta í miklu stærra samhengi. Ég er ekki sérfræðingur á því sviði hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina, t.d. á atvinnulíf og hreinar afurðir sem við erum að selja vottaðar til útlanda o.s.frv. Verðið á þessu sveiflast. Ég er heldur ekki sérfræðingur í viðskiptum á þessu sviði. Þetta er tiltölulega nýtt fyrir manni. Ég held að við verðum að taka mjög gaumgæfilega umræðu um sölu á slíkum kvótum og svona (Forseti hringir.) losunarkvótabókhaldi.