149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir þessar athugasemdir. Ég ítreka bara þá skoðun mína varðandi losunarheimildir og kvóta sem við erum að sýsla með að við þurfum að taka miklu dýpri umræðu um öll þessi mál. Það er hátt verð fyrir þetta núna, en þetta er ekki mikið í hinu stóra samhengi.

Varðandi fjármagnstekjuskattinn var talað um að taka hér inn í einhvers konar verðbólguáhrif sem ég tel að sé allt of flókið miðað við þá hækkun sem var farið í. Það verður eilíf umræða um hvar við eigum að vera með fjármagnstekjuskattinn og samspilið þar við tekjuskattinn. Ég held að það hafi verið skynsamleg ráðstöfun að hækka þetta eðlilega síðast. Ég held að þær breytingar sem var lagt upp með séu bara of flóknar.