149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni og samnefndarmanni í hv. fjárlaganefnd, Þorsteini Víglundssyni, þessa góðu spurningu sem snýr að hjúkrunarheimilunum. Hæstv. ríkisstjórn leggur upp með, og við styðjum það, að byggja upp hjúkrunarrými um allt land.

Ég held að það sé hins vegar mjög skynsamlegt að fara vel yfir sviðið og sjá hvar við þurfum að ráðstafa heimildum inn á fjárlagaárið. Þetta snýst um það og ég fór vel yfir það í ræðu minni. Það eru byggingar þarna sem óhjákvæmilega tefjast af ýmsum orsökum. Það er slæmt. En það er fyrst og fremst þar sem verið er að draga úr þessum útgjaldaheimildum.

En þessi hjúkrunarrými munu rísa.