149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[12:50]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ágústi Ólafi Ágústssyni fyrir yfirgripsmikla ræðu og ágæta framsögu. Það er greinilegt af ræðu þingmannsins að hann brennur fyrir flestu því sem snýr að velferðarmálum og það er vel. En það gætir samt, finnst mér, í ræðu þingmannsins ákveðinnar ósanngirni í garð þeirra málaflokka sem snúa að helstu velferðarmálum, eins og til að mynda á framlögum til heilbrigðismála.

Nú er ljóst að umtalsverð hækkun er á framlögum til heilbrigðismála á milli ára. Þar er verið að bæta verulega í, til að mynda er verið að raungera varanlega framlag til biðlistaaðgerða, verið er að auka framlög til niðurgreiðslu á greiðsluþátttöku sjúklinga og svona mætti lengi telja. Maður veltir fyrir sér hvort þarna á bak við sé tómt svartnætti eða hvað? Mér finnst að þessi aukning sem hefur verið sé algerlega í samræmi við það (Forseti hringir.) sem var lagt upp með (Forseti hringir.) í samstarfssáttmála (Forseti hringir.) ríkisstjórnarinnar. (Forseti hringir.) Hvernig (Forseti hringir.) vildi (Forseti hringir.) þingmaðurinn (Forseti hringir.) gera (Forseti hringir.) þetta öðruvísi?