149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:41]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvernig það kemur heim og saman í breytingartillögunni en tölurnar eru svona: Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði eru 5.130 milljónir, útlendingamál 39, VIRK 73, ofáætlaðar sértekjur til ríkisskattstjóra 43,2. Svo eru 22, 22, 11, 11, 11 og 22 milljónir í aukin stöðugildi. Aukning vegna skráningu fleiri kynja í þjóðskrá eru 2,5 milljónir, afnám skerðingar 7,6, heilbrigðisstofnanir 800, Landspítali – háskólasjúkrahús 1.600, sjúkraflutningar 50, OPCAT 4 og almennur rekstur Landhelgisgæslunnar 100.

Þetta plúsast væntanlega saman. Það kemur væntanlega út þannig af því að það er á sama málefnasviði, hv. þingmaður sér samtölu viðbótarafnáms skerðinga og fæðingarorlofs eða eitthvað því um líkt.

Ég sendi bara mínar breytingartillögur upp í skjalavinnslu með þeirri sundurliðun sem ég var að reyna að lesa upp og þannig kemur það. Það eru ekki 13 milljarðar í lengingu fæðingarorlofs, það er 5,1 milljarður eða svo.