149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:55]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessi orð og þurfti svo sem ekki að fara langt til að leita, t.d. ráðuneyta, til að fá þetta uppgert. En ég vil bara bæta því við að í 28. gr. umræddra laga segir enn fremur: „og skulu tekjur ríkisins af uppboðnum losunarheimildum renna í ríkissjóð“. Þannig að það er alveg skýrt. Og kemur fram í nefndarálitinu sem meiri hlutinn hefur lagt fram að forsendur sölu að þessu sinni, um 85% losunarheimilda Íslands, verða seldar í kjölfar nýlegra verðhækkana á 15 evrur á tonn og gefur af sér 2,7 milljarða. Það er því mjög mikilvægt að þetta sé ljóst og ekki er verið, eins og ég segi, að sólunda verðmætum eða eyða einhverjum uppsöfnuðum kvóta. Þetta er einfaldlega ein leið Íslands til að nýta losunarheimildir sínar.