149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ara Trausta fyrir framlag hans í þessum efnum. Það sem er ósköp einfaldlega hér uppi er að málið er ekki upplýst með fullnægjandi hætti á þeim vettvangi þar sem um það er fjallað. Fjárlaganefnd hefur ekki fengið upplýsingar, a.m.k. ekki af því tagi sem ég heyri að hv. þingmaður býr yfir. Hér eru miklir hagsmunir í veði. Það er auðvitað mikilvægt, ef það er rétt, að þær heimildir safnist ekki upp. Ef það er þannig lítur málið náttúrlega þannig út. En okkur ber að fara með gát. Okkur ber að taka, eins og ég gat um í fyrri athugasemd minni, upplýstar ákvarðanir. Það (Forseti hringir.) er það sem ég hef mælt hér fyrir.