149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Ísleifssyni svarið. Ég veit að hann þekkir þessi mál býsna vel þegar kemur að hagfræði og hagstjórn og efnahagsmálum. Nú fengum við í hv. fjárlaganefnd kynningu Hagstofunnar á þeirri hagspá sem í raun og veru hratt þeim breytingum af stað sem við erum að ræða hér og þeim ýmsu ráðstöfunum sem þurfti að fara í gegnum. Má segja kannski að launa-, gengis- og verðlagsbæturnar séu stærsti liðurinn í því. Maður veltir fyrir sér ef niðurstaðan í þessari hagspá hefði til að mynda verið 1–2% — nú höfum við verið býsna heppin með það að þetta hefur allt gengið eftir hingað til — en ef hagspáin hefði verið í samdrætti 2%, (Forseti hringir.) hefðum við þá verið alveg naglföst í þessum markmiðum?